View this article in English | bilingual

19. Janúar

Hildur er sjö ára.

Hún segir að
þegar fólk deyi
liggi það
hreyfingarlaust í
kistu, svona
– svo sýnir hún mér
hvernig – að eilífu
á himnum.

Hún segist
vera að undirbúa sig.

Hún segist ætla
að velja sér
mjög
þægilega stellingu.