Skip to content
Check out our February feature of folktales from the Qatari oral tradition.
from the January 2012 issue

House No. 451

Hús Nr. 451

It’s old and dilapidated, with dirty, tattered curtains covering the windows, the roof on the verge of collapse and the antenna dangling from the gable on its wire. There are cracks in all the outside walls and the paint, once white, is now stained brown and flaking off in many places.

The garden is a jungle: trees and hedges growing unchecked, moss in the grass on the lawn, dandelions and daisies everywhere, and an ancient swing hanging from a tree. One of its ropes has frayed through, leaving it to trail on the ground, not moving except in gales when it drags over the grass with a mournful creaking.

No one has lived here for a long time. The rusty roof rises against the rust-red backdrop of the mountain. I’ve asked many people who lived in this house but no one seems to have heard of it ever being occupied. It’s as if it was simply built and then abandoned without ever becoming anyone’s home. I notice that the glass in the living-room window is cracked right across and the pane in the front door is broken. The wind gusts in through the gap in bitter weather.

 *

Yet someone must at least have intended to live there. On the wall by the living-room window there is a green copper plaque bearing the inscription Built 2010.

Now, as I write this, it is 2072. That’s sixty-two years. Not such a long time in the life of a house, yet no one knows anything. Last summer I bought the house next door, hence my curiosity, but I can’t find any information. When I glanced from the antenna dangling against the wall to the big satellite dishes sprouting like huge mushrooms on my own roof, I couldn’t help smiling.

“Dad,” say my daughters, “why is the house next door so ugly?”

“I don’t know, girls,” I reply and carry on writing. I’m always writing. Yet writing has become obsolete, a bit like an old house built in 2010, where no one now lives.

“Can’t you just give it up?” asks my wife, meaning my writing. She finds it bizarre; no one does it, especially not in a town like this.

“You know no one publishes books any more,” she adds.

“It doesn’t matter. I have to write.” I say it defiantly.

“Oh well,” she says with a sigh and carries on watching the 200-inch screen that covers almost the entire wall of our living room. No books are allowed on these walls.

*

I sit in my little room writing. I write by hand on paper, as people used to before. I’ve put aside my featherlite-computer; it will soon be obsolete anyway, like everything else. Every day something becomes obsolete. It’s a word we live in fear of nowadays. Every time the word is invoked people shrink with secret dread.

Dusk is falling. I look out of the window, through the super-glass that they use in spacecraft; everyone has it now. The sycamores in the garden are beautiful, yet many people regard them as obsolete and won’t have any trees on their plots. I gaze through the foliage at the derelict house. The curtains in the window facing me look as if they’re made of canvas, hanging any which way from their rings, spotted with grime. All of a sudden I think I glimpse a faint glow behind them, as if someone has gone into the house and turned on a light or even lit a candle in spite of the safety ban.

I decide to go out into the garden and, rising from my desk with all its papers, recall some words I once read: Why sit down to write if you haven’t lived?

I walk through the living room. The bluish glare from the giant screen dominates the room, filling our wall with huge, sinister human forms. We’re invaded by total strangers every evening, here in our own home. My wife is sitting on the white sofa, utterly enthralled by these uninvited guests.

“Where are the girls?” I ask.

She doesn’t answer immediately.

I repeat my question.

“They’re in their room, playing in virtual reality.”

“Of course,” I say.

As I put on my jacket I wish I could go back at least sixty years in time, to the year 2012. That would have been two years after the house next door was built, and there would have been nothing but grass here where I’m standing now in the hall.

But I don’t know how to time-travel.

My jacket is gray, made of some strange artificial fiber that glitters in the dusk. I don’t find it particularly comfortable but my wife wants me to wear it. Apparently it’s the fashion. Once out in the garden I walk among the sycamores and wonder how long I’ll be allowed to keep them. Most people want the trees removed. Why has the house next door never been knocked down?

It’s allowed to remain, out of sync with all the other houses; the straight rows, all similar in character, or rather in their lack of character.

Because I haven’t erected a fence between the gardens, I can walk straight over on to the other lawn. The grass there is very high; it’s never mown, and the moss is as soft as a carpet underfoot.

As I step up on to the moldering concrete pavement outside the front door, I seem to hear something, like the whispering of many voices.

I could be mistaken. But now I notice that behind the living-room curtains there is a glow from a small flashlight or candle. Quite suddenly, the curtains appear new, the pavement no longer moldering, the house freshly painted, and it is 2012 again. I stand there on the steps as if I live in the house now and have just come out for a breath of fresh air before going back inside to talk to my family by the fire.

*

I stand there for some time before the year 2072 returns. As one would say of a vintage, it’s not a good year. There’s been no real fermentation. I feel I’d rather live in 2012. There’s a slight breeze and I see the rope of the swing stirring, though it would take a much stronger gust to make it drag over the grass with that creaking sound that I’ve come to know so well.

I hear the whispering again from inside. After glancing over at my house, which now seems to belong to someone else, I take hold of the front door handle. It’s locked. At this point I do something strange; I reach into my pocket and take out a key which I insert in the lock, though it’s hard to locate in the dusk.

The key fits. I open the door and step inside. There’s no smell of damp as I was expecting and now I can clearly see the glow lighting up the hall from the living room. I call out in a low voice:

“Is there anybody there?”

That’s all I remember.

 

“Hús Nr. 451,” in Milli Trjánna (Akranesi: Uppheimar, 2009). © 2009 by Gyrdir Eliasson. By arrangement with the author. Translation © 2012 by Victoria Cribb. All rights reserved.

Hús Nr. 451

Það er gamalt og hrörlegt, óhrein og rifin gluggatjöld  fyrir öllum gluggum, þakið að gefa sig, loftnetið dottið af gaflinum; hangir á snúrunni upp við vegginn. Sprungur í öllum útveggjum og málning sem eitt sinn var hvít er orðin brúnleit og víðast hvar flögnuð af. Garðurinn er í órækt, tré og limgerði vaxa hömlulaust, kominn mosi í grasið á flötinni, fíflar og sóleyjar út um allt, eldgömul róla í einu trénu, og annað bandið slitið svo hún dregst við jörðu og hreyfist ekki nema í hvassviðri, dregst þá eftir grasinu með dapurlegu hvískri.

Hér hefur enginn búið lengi. Ryðgað þakið ber við fjallið, sem er líka ryðrautt á litinn. Ég hef spurt marga hverjir hafi búið í þessu húsi, en enginn virðist kannast við að nokkur hafi búið þar. Það er einsog það hafi bara verið byggt og svo yfirgefið án þess að nokkur hafi átt heima í því. Ég sé að rúðan í stofuglugganum er sprungin þvert yfir, og glerið í útidyrahurðinni er brotið. Þar gustar inn þegar veður er napurt.

*

Einhver hefur samt ætlað að búa hér, í það minnsta. Á veggnum við stofugluggann er áfallinn koparskjöldur sem á stendur, reist 2010. Nú, þegar ég skrifa þetta, er árið 2072. Það eru 62 ár. Ekki svo langur tími í ævi húsa, en samt veit enginn neitt. Í fyrrasumar keypti ég húsið hérna við hliðina á því og er forvitinn, en fæ hvergi upplýsingar. Þegar ég horfi á loftnetið sem hangir á veggnum og svo á stóru gervihnattadiskana á þakinu hjá mér, einsog risastóra sveppi, get ég ekki varist brosi. 

„Pabbi,“ segja dætur mínar, „því er húsið við hliðina svona ljótt?“

„Veit það ekki stelpur mínar,“ segi ég og held áfram að skrifa. Ég er alltaf að skrifa. Samt er orðið úrelt að skrifa, það er svolítið einsog gamalt hús sem var reist

2010 og nú býr enginn í því.

„Geturðu ekki bara hætt þessu alveg?“ segir konan mín og á við skriftirnar. Henni finnst þetta annarlegt, þetta gerir enginn og allra síst í svona bæ.

„Þú veist að enginn gefur út bækur lengur,“ bætir hún við.

„Það er alveg sama. Ég verð að skrifa.“ Ég segi þetta þrjóskulega.

„Jæja þá,“ andvarpar hún, og heldur áfram að horfa á 200“ skjáinn sem þekur nánast allan stofuvegginn okkar. Engar bækur fá að vera á veggjunum í þessari stofu.

*

Ég sit í litla herberginu mínu og skrifa. Ég handskrifa á blöð einsog gert var áður. Fistölvuna hef ég lagt til hliðar, enda verður hún hvort sem er bráðum úrelt líka einsog allt. Á hverjum degi verður eitthvað úrelt.

Það er orð sem við sem lifum núna óttumst mjög. Í hvert sinn sem þetta orð er sagt herpist fólk saman af leyndum ótta.

Það er farið að rökkva, ég lít út um gluggann með ofurglerinu sem er einsog glerið í geimskipunum, og allir eru nú með. Hlyntrén í garðinum eru falleg, en mörgum finnst þau úrelt og vilja ekki hafa nein tré í görðunum hjá sér. Ég sé gegnum laufþykkni þeirra yfir að auða gamla húsinu. Gardínurnar í þeim glugga þess sem snýr að mér eru einna líkastar striga, einhvernveginn í henglum, og flekkóttar. En allt í einu finnst mér einsog ég sjái ljósglætu á bak við þær, að einhver sé kominn þarna inn í húsið og hafi kveikt ljós, eða jafnvel á kerti, þó þau séu reyndar bönnuð núna af öryggisástæðum.

Ég ákveð að skreppa út í garðinn, stend upp frá borðinu með blöðunum, minnist orða sem ég hef lesið: Til hvers er að setjast niður til að skrifa, ef maður hefur ekki lifað?

Ég fer í gegnum stofuna. Þar er bláleit birtan af risaskjánum allsráðandi og óhugnanlega stórar mannverur fylla vegginn okkar. Hér, á okkar eigin heimili, er innrás af bláókunnugu fólki öll kvöld.

Konan mín situr í hvítum sófanum og horfir alveg bergnumin á þessa óboðnu gesti. 

„Hvar eru stelpurnar?“ spyr ég.

Hún svarar ekki strax.

Ég endurtek spurninguna.

„Þær eru inni í herbergi í sýndarveruleiknum.“

„Einmitt,“ segi ég.

Um leið og ég fer í jakkann óska ég mér að minnsta kosti 60 ár aftur í tímann, að árinu 2012. Þá voru tvö ár frá því húsið við hliðina var byggt, og þar sem ég stend núna, í forstofunni, var ekkert nema gras.

Ég kann samt ekkert á tímaferðalög.

Jakkinn minn er grár, úr einhverju undarlegu gerviefni sem sindrar í rökkrinu. Mér finnst hann ekki sérlega þægilegur, en konan vill að ég sé í honum.

Hann er víst í tísku. Þegar ég kem út í garðinn minn, geng ég inn á milli hlyntrjánna. Ég velti því fyrir mér hvað ég fái að halda þeim lengi í garðinum hjá mér.

Flestir vilja trén burt. En afhverju skyldi húsið við hliðina aldrei hafa verið rifið?

Það fær að standa þarna áfram, á skjön við öll hin húsin, beinar sviplíkar raðirnar, eða öllu heldur sviplausar.

Ég hef aldrei sett grindverk á milli garðanna, svo ég get gengið beint yfir á hina grasflötina. Grasið þar er mjög hátt. Það er aldrei slegið. Mosinn er mjúkur einsog teppi undir fótum í grassverðinum.

Ég fer upp á molnandi steinstéttina við aðaldyrnar.

Mér finnst ég heyra eitthvað, líkt og hvísl margra radda.

Það gæti verið misheyrn. En nú sé ég að bakvið stofugardínurnar er bjarmi frá litlu vasaljósi, eða kerti. Allt í einu er einsog gardínurnar verði sem nýjar, stéttin er ekki lengur molnuð, húsið er nýmálað, og það er árið 2012 aftur. Ég stend þarna á tröppunum, og það er einsog ég búi í húsinu núna, og hafi aðeins farið út til að fá mér frískt loft áður en ég fer aftur inn til að tala við fjölskylduna mína við eldinn frá arninum.

*

Ég stend þarna nokkra stund, áður en árið 2072 kemur á ný. Þetta er einsog með vínárgangana; það er ekki gott ár. Vantar alla almennilega gerjun í það. Ég finn að ég vildi heldur lifa í árinu 2012. Það er dálítið kul og ég sé bandið á rólunni bærast, en það þarf miklu meiri vind til að hún fari að dragast eftir grasinu með þessu hvískurhljóði sem ég þekki orðið vel.

Svo heyri ég aftur hvíslið að innan. Ég horfi yfir að húsinu mínu, sem nú virðist vera hús einhvers annars, og tek í snerilinn á útidyrahurðinni. Hún er læst. Þá geri ég nokkuð skrýtið; ég fer ofan í vasa minn og dreg upp lykil, set hann í skrána, sem ég á þó erfitt með að finna í rökkrinu.

Lykillinn passar. Ég opna og geng inn fyrir. Það er engin fúkkalykt einsog ég bjóst við, og ég sé greinilega

þennan bjarma sem berst fram á ganginn, úr stofunni.

Ég kalla lágt:

„Er nokkur þarna?“

Meira man ég ekki.

© 2009 Gyrdir Eliasson

 
Like what you read? Help WWB bring you the best new writing from around the world.