Skip to content
Words Without Borders “stands as a monument to international collaboration and a shared belief in artistic possibility.” 
— 2018 Whiting Literary Magazine Prize Citation
from the October 2011 issue

Café Borges

Á Café Borges í Bankastræti
eru allir með brún
augu.

Hér voru einu sinni seldar sokkabuxur–
segir Simone–sem klofnuðu eins
og stígar í tvennt, jafnvel þrennt.

Já–segir Tiziano–hér rifust elskendur
þar til einhver kom og lagði
sverð
í meðal þeirra bert.

Eldar brenna.

Á Café Borges í Bankastræti
eru allir með skeggbrodda og brosa.
Þangað koma ekkjur og ekklar
sötra súpu með fáfnisgrasi og
hræra út fleyg orð
með göfflum
sem klofna eins og sokkabuxur.
Við hornborð hrýtur maður í rúllukragabol.

Upp og niður brekkuna fer dáið fólk; klappar steininn.

Ég er gift eigandanum. Við eigum fjögur börn.

Read more from the October 2011 issue
Like what you read? Help WWB bring you the best new writing from around the world.