Skip to content
Give readers a window on the world. Click to donate.
from the October 2011 issue

Ættjarðarljóð

Kuldinn býr mér
híði úr kvíða
færir svæfil úr
dúnmjúkri drífu
undir höfuð mér
snjóbreiðan
voð að vefja um sig

Ég legði eyrun við
brestum í ísnum
í von um að
heyra hann hörfa
ef ég vissi ekki
að ég frysi föst
 

Ísinn sleppir engum

Landið mitt
útbreidd banasæng
nafn mitt saumað
í hélað ver

Read more from the October 2011 issue
Like what you read? Help WWB bring you the best new writing from around the world.